50. fundur
fjárlaganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 09:14


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:14
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:27
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:14
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 09:14
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:14
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:14
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:14

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 188. mál - lokafjárlög 2010 Kl. 09:14
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að taka út frumvarp um lokafjárlög 2010. Meiri hluta nefndarálits mynda Sigriður Ingibjörg Ingadóttir, Björn Valur Gíslason, Lúðvík Geirsson Björvin G. Sigurðsson og Árni Þór Sigurðsson. Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson og Höskuldur Þórhallsson munu leggja fram sérálit.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjálfseignarstofnanir og sjóði. Kl. 09:38
Ákveðið málið verði rætt frekar innan nefnarinnar.

3) Önnur mál. Kl. 09:38
Rætt um Byggðastofnun, endurskoðun þingskaparlaga og hvernig sú endurskoðun tengist fjárlaganefnd. Rætt var um fjárhagsmál Farice ehf. og þrautarvaralán til Kaupþings með veði í FIH-bankanum.

4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 09:57
Samþykkir fundargerð: Sigríður I. Ingadóttir, Björn V. Gíslason, Vigdís Hauksdóttir, Kristján Þ. Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Þ. Sigurðsson.

Fundi slitið kl. 09:57